mánudagur, 24. febrúar 2014

Myndir úr sveitinni.

Ég hef mjög mikinn áhuga á ljósmyndun, en hætti að taka myndir um tíma.
Nú er ég farin að æfa mig aftur og auðvitað er það þannig að æfingin skapar meistarann - ég þarf ansi oft að minna mig á það..

Síðustu helgi skruppum ég og Óli austur í sveitina til þess að fara á þorrablót sem mikil skemmtun.
Í leiðinni tók ég nokkrar myndir í fallega veðrinu sem var á sunnudaginn.





fimmtudagur, 20. febrúar 2014

Brúðkaup í Maryland

4. ágúst 2012 fórum ég og Óli í æðislega fallegt og skemmtilegt brúðkaup.
Brúðurin var æskuvinkona mín, Guðbjörg, og mikið sem hún var falleg á þessum degi.
Bæði athöfnin og veislan voru haldin í garðinum heima hjá brúðhjónunum, sem svo heppilega vill til að liggur við strönd - umhverfið var stórkostlegt.

Afskaplega flott brúðhjón.

Mér finnst svarthvítar myndar alltaf svolítið dramatískar og fallegar.




mánudagur, 17. febrúar 2014

Síðustu dagar í myndum.

Spilaði Ticket við frændsystkini.

Morgunbirtan var ótrúlega falleg þar síðustu helgi.

Ég elska bækur og gaf mér loksins tíma í að lesa eitthvað annað en námsefni fyrir skólann.

Framtakssemin að fara með okkur. Settum loksins fætur undir hilluna, ca ári eftir að þær voru keyptar.


Hlustaði á live tónlist frá Óla á meðan við tókum pásu frá spili.

 Systir mín og fjölskylda komu svo í heimsókn og mikið sem þessi börn geta brætt hjarta manns.
Aron Ýmir töffari.

Hrafnhildur Katrín klára og skemmtilega.

Fallega systir mín og krúttið hún Sara Matthildur.

Mér finnst útsýnið á morgnanna svo fallegt.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...