föstudagur, 22. ágúst 2014

"Nýjir" kertastjakar

Eftir að hafa frestað því í nokkur ár að fara í gegnum allt gamla dótið sem við systur fengum að geyma í kjallarnum heima hjá mömmu og pabba, létum við loksins verða að því núna í sumar.

Þar leyndist alls konar dót/drasl í kjallarnum og fóru heilu kassarnir beint á ruslahaugana.
Upp úr einum kassanum komu þó þessir, að mér finnst, flottu kertastjakar.
Ég týmdi ekki að henda þeim en fannst þeir ekki alveg nógu góður eins og þeir voru. Þannig að ég skrapp í málningarbúðina og keypti hvítt málningarsprey.

Veðrið var frábært á Ísafirði á meðan ég var þar og því var bara kjörið að spreyja stjakana úti í garði.

Miðað við að þetta var í fyrsta skipti sem ég nota svona sprey þá er ég bara nokkuð sátt við útkomuna.

Stjakarnir eins og þeir komu upp úr kjallaranum

Stjakarnir spreyjaðir út í garði


Bara nokkuð sátt með þetta :)

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...